Buxurnar

Elísabet varð uppnumin um daginn, þegar Alma stóra frænka, 13 ára, kom í heimsókn. Hún var í strets-buxum, svörtum með bandi undir il.

Elísabet verður að eignast svona. Ég sagði henni að svona buxur hefðu verið í tísku af og til. Bryndís stóra systir mín hefði verið svona klædd á sínum unglingsárum og svo hefðu strets-buxurnar gengið aftur seinna. Kata tók undir þetta og sagðist hafa gengið í slíkum buxum á sínum unglingsárum og ég sagðist líka hafa átt svoleiðis. Svartar, alveg eins og Alma.

"Vá, áttir ÞÚ strets-buxur?" spurði Elísabet dolfallin.

Ég staðfesti það.

"Rosalega hafa þær verið MIKIÐ í tísku," sagði þá stýrið, sem er löngu búin að átta sig á að ég hleyp ekki mikið eftir tískustraumum.

En þegar eitthvað er rosalega mikið í tísku er mér stundum engrar undankomu auðið LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, þær voru líka mikið í tísku þegar mamma var ung. Ég átti svoleiðis þegar ég var í grunnskóla og saumaði mér einar sjálf í handavinnu.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 16.3.2009 kl. 10:08

2 identicon

Ég keypti svörtu stretsbuxurnar mínar í Flónni og hnésíða afalega skyrtu við. Mér fannst ég mjööög fín. Stundum var ég í svarti peysu úr Goldie yfir skyrtunni en sú búð var í sama húsi og Sigríður langamma hafði búið í og þvegið af hermönnum.

Gerður Kristný (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mínar fyrstu strets voru mosagrænar.  Vá hvað þær voru flottar.  Svo bara varð að vera vatteruð úlpa við fyrirkomulagið.  Það stóð í Biblíunni.

Merkilegt, en það er bókstaflega ekkert nýtt undir sólinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2009 kl. 15:05

4 identicon

Hehehe... já þær voru gasalega mikið í tísku. Ég átti einar slíkar, svartar með saum framan á og bandi undir. Svo var maður í köflóttri skyrtu og svona hettupeysu eða stórri prjónaðri við.. svokallaðar BIG peysur voru líka vinsælar. Gott ef þær voru ekki keyptar í Goldie og fullkomnaði átfittið. Guð forði okkur frá því að herðapúðarnir komi aftur. Þeir eru eitthvert mesta tískuslys allra tíma. 

Olla (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Herðapúðarnir koma aftur. Pottþétt. Engin tíska er svo skelfilega ljót að hún komi ekki aftur. Og aftur.

Ég átti ægilega fínan leðurjakka með svo svakalegum herðapúðum, að ég stóð gjarnan föst í dyrum. Ég áttaði mig aldrei á hvað ég var herðabreið, svo ég rak mig sífellt utan í alla hluti.

Jamm, þetta kemur allt aftur.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.3.2009 kl. 23:25

6 Smámynd: Húsmóðir

Ha ha ha - herðapúða tískan og menntaskólaárin voru til umræðu hjá vinkonuhópnum um daginn-  - við skemmtum okkur konunglega við að rifja upp múnderinguna þegar skyldi haldið út á lífið.

Peysa - með herðapúðum - þar utan yfir var Jakki - með herðapúðum og til að mann yrði ekki kalt þá var oftast farið í frakka - með herðapúðum líka.     - Ef þetta dygði nú ekki þá mátti alltaf skella lausum herðapúðum, ( með frönskum rennilás ) undir þetta allt saman svo maður væri nú örugglega í tískunni

Húsmóðir, 17.3.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband