Spenna

Systur eru að bræða úr sér af spenningi, enda 8 ára afmælið á fimmtudag.

Í dag vorum við Elísabet áreiðanlega hálftíma að pakka inn gjöfinni sem hún ætlar að gefa Margréti. Það voru miklar tilfæringar, sem ekki verður sagt frá fyrirfram.

Svo þurfti Margrét að pakka inn til Elísabetar og endaði með "síamstvíburapakka". Mikið fjör.

Kata var ekki heima, ég nennti ekki að elda og þær göbbuðu mig í lúguna á McDonalds. Þegar heim kom fóru þær að borða. Margrét fékk bita af hamborgara hjá systur sinni, sem á móti fékk einn nagga hjá Margréti og svona hélt þetta áfram þar til hvor hafði borðað mat hinnar. En Margrét vildi auðvitað alls ekki borgara, ekki frekar en Elísabet vildi nagga. Hún borðar alls ekki nagga.

Einmitt.

Þær fengu leikföng með barnaboxinu og eins og oft gerist gátu þær ekki alveg ákveðið hvort var flottara.

Margrét spurði systur sína hvort þær ættu ekki bara að eiga dótið saman. "Nema ég á pínulítið meira í þessu sem ég fékk og þú átt pínulíitið meira í því sem þú fékkst."

"Já, en þá má ég alltaf fá þitt lánað og þú mitt," sagði Elísabet.

"Já, en við verðum samt alltaf að spyrja," svaraði Margrét.

"Jájá, en þá verður líka alltaf að segja já," sagði Elísabet.

"Auðvitað," sagði Margrét.

Svona fór um sameign þá, sem er þó skýr séreign, en með ótakmörkuðum afnotarétti hinnar.

Tvíburar! Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Bara dásamlegt !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:23

2 identicon

Bara að þessi samningsgerð tíðkaðist víðar. Hrein snilld.

Jóna (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:21

3 identicon

Þær eru yndislegar þessar stelpur ykkar.  Sögur af þeim létta manni alltaf lundina.  Takk og til hamingju með afmælið allar saman ;-)

ASE (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þær valda mér ekki vonbrigðum þessar stelpur.  SALT-viðræður hvað?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband