Afmæli

Systur vöknuðu brosandi á afmælisdaginn. Þær kúrðu áfram á meðan við Kata höfðum til "morgunmatinn" sem þær höfðu beðið um að fá í rúmið á þessum hátíðardegi.

Morgunmaturinn var eintóm hollusta, að sjálfsögðu. Súkkulaðimúffur og köld mjólk. Reyndar skipti stemmningin þær systur meira máli en maturinn, þeim fannst frábært að fá múffu með afmæliskerti og afmælissönginn með. "Þetta er alveg fullkomið!" hrópaði Margrét, blés á kertið og hafði svo nánast engan áhuga á múffunni. Sem var í fínu lagi, hún bætti sér það upp með eðlilegri morgunverð síðar.

Þær biðu spenntar eftir pökkum. Elísabet færði Margréti stóran kassa. Í honum voru aðallega krumpuð Morgunblöð til uppfyllingar, en á botninum var tölvuleikur sem Margrét hafði óskað sér.

Elísabet fékk "síamstvíburapakka" frá Margréti, tvo pakka fasta saman. Í öðrum var bolur, sem systir hennar hafði valið sérstaklega, vitandi að Elísabet hefur gaman af fallegum förum. Í hinum var lítið tuskudýr, en því fylgir lykilorð til að komast inn á sérstaka tölvuleikjasíðu. Þær systur eru báðar búnar að uppgötva tölvur og hverfa stundum inn í herbergi til að leika sér.

Við mömmurnar vorum búnar að eiga í töluverðu hugarangri vegna afmælisgjafanna. Systur vildu helst af öllu fá gemsa, en við vorum búnar að skýra út fyrir þeim að þær væru nú í yngri kantinum fyrir slík tæki, sem þar að auki kostuðu mjög mikið. Við Kata höfðum samt rætt um að næsta haust yrðu þær að hafa gemsa, enda munu þær tæpast komast á frístundaheimili þá og eru hvort eð er orðnar leiðar á því fyrirkomulagi. Það stefnir því allt í að þær muni oft rölta heim eftir skóla, áður en við skilum okkur heim. Þá er nú eins gott að þær geti alltaf náð í okkur og við í þær.

Við játuðum okkur sigraðar, ákváðum að það væri fínt að þær hefðu næsta hálfa árið til að læra vel á gemsa og væru þá til í slaginn næsta haust.

Þær voru himinsælar.

Svo fengu þær enn einn pakkann í morgun, frá Maríu Hrund frænku og fjölskyldu í Kaupmannahöfn (Kristján bróðir og co.) Það voru fallegir bómullarkjólar, sem þær fóru strax í, Elísabet yfir gallabuxur og Margrét yfir leggings.

Tara kom óvenju snemma yfir til að verða samferða í skólann og Marta María birtist rétt á eftir. Logalandsgengið knúsaðist í bak og fyrir og svo röltum við í skólann. Systur fengu að hafa gemsana á leiðinni, þótt Margrét hefði töluverðar áhyggjur af að inneignin á "Frelsinu" eyddist við það bauk. Hún er hins vegar glöð að vita að hægt sé að fara í Sudoku í símanum án þess að ganga á inneignina.

Litlu dekurrófurnar okkar halda kaffiboð fyrir fjölskylduna í dag, en bekkjarsysturnar koma á laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með stelpurnar ykkar:)

Rannveig (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Til hamingju með dæturnar

Auður Matthíasdóttir, 19.3.2009 kl. 11:28

3 identicon

Hugsa sér hvað þessi skott eldast ég man eins og það í gær þegar ég sá þær á Öskudaginn í pæjubolunum svo litlar og sætar. Við á Rauðudeild sendum skvísunum afmæliskveðjur og með fylgir risa knús og kossar sem við biðjum þig að koma áleiðis

með Valskveðju

Linda Ósk

Linda Ósk (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk fyrir góðar afmæliskveðjur

Linda, ég skila kossum og knúsum, en annars geta þessir litlu tölvusnillingar bara skoðað ummælin þín sjálfar

Ragnhildur Sverrisdóttir, 19.3.2009 kl. 14:44

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þessar frábæru stelpur

Sigrún Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur.....:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.3.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband