Inn þetta og inn hitt

Systur fengu afskaplegar margar og góðar gjafir frá fjölskyldu og vinum í gær. Þær voru örmagna eftir daginn og steinsofnuðu.

Þegar ég náði í þær í skólann um þrjúleytið voru báðar mjög uppteknar af nýju gemsunum, sem biðu heima frá því um morguninn. Eitthvað hafði skolast til hjá Símanum, svo inneign Elísabetar reyndist nær engin. Hún hafði af þessu töluverðar áhyggjur, enda ekkert fjör að eiga gemsa og geta ekki hringt.

Fyrsta spurningin, sem ég fékk þegar ég mætti á frístundaheimilið að sækja þær var því frá Elísabetu: "Ertu búin að kaupa innyfli?"

Það tók mig dálitla stund að átta mig á við hvað hún ætti, en svo sagði ég henni að þetta héti inneign, en ekki innyfli.

Þá sagði systir hennar undrandi: "Ég hélt að þetta héti innegg!"

Þær átta sig smám saman á gemsaheiminum, krúttin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með stelpurnar og gemsana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.3.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur .0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2009 kl. 18:40

4 identicon

Litla ömmusnúllan mín varð eins árs þann 19. og hélt upp á afmælið í dag. Stóra systir sem er að verða 7 hafði samt töluverðar áhyggjur af því að nú fengi hún engan pakka bara "sú litla". Hún ræddi málið við okkur afa sinn og að sig langaði í eina "vængjadúkku". Þegar afi svaraði:  Já en þú átt nú ekki afmæli núna var sú stutta fljót til svars. Þið þurfið ekki að pakka þessu inn, hafið það bara í pokanum.

Afi og amma voru auðvitað alveg mát og keyptu "vængjadúkku" og settu bara í poka. Þú rökræðir ekki við börnin þau eiga alltaf til svör.

Afmæliskveðjur til ykkar.

Þóra (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:52

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Krúttið!

Og ekki þarf nú mikið til að bræða afa og ömmu

Ragnhildur Sverrisdóttir, 24.3.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband