29.3.2009 | 17:42
Augnablik
Systur sváfu í Víkingheimilinu í nótt, ásamt 17 öðrum stelpum í fótboltanum.
Þetta var mikið fjör. Við drösluðum svefnpokum og dýnum í Víkina klukkan sjö í gærkvöldi og kvöddum systur. Nokkrir foreldrar voru á kvöldvakt, aðrir tóku svo við næturvaktinni og við Kata vorum í hópi þeirra sem áttu morgunvakt og smurðu brauð og sneiddu ávexti ofan í glorhungraðar íþróttahetjurnar klukkan 8 í morgun.
Systur eru þreyttar eftir ósköpin, en samt eru þær í sundi í þessum rituðum orðum, með Kötu. Þær fóru með mér til ömmu Deddu og afa Ís í sína venjulegu súkkulaðikökuheimsókn. Þar voru þær mjög uppteknar af því að búa til krassandi draugasögur. Á leiðinni heim sagði Elísabet mjöööööög langa og afskaplega flókna sögu. Þegar við vorum að renna í hlað hérna heima bað hún mig að hinkra, hún væri nefnilega alls ekki búin með söguna.
Ég benti henni á að sagan hennar væri ansi löng og töluvert flókin.
"Það skiptir engu máli," sagði hún. "Þið þurfið ekkert að læra hana. Ég er bara að segja ykkur hana í augnablikinu."
Ég drap á bílnum og við Margrét nutum augnabliksins enn um stund.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krúttið ;*
dabba :-) (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:01
Ég myndi kaupa barnabók fyrir fullorðna eftir þig. Þú hefur dásamlegt lag á að leyfa manni að upplifa dásemd barnsárana. Mér dettur í hug þroskasögur eins og Littla tré, mit liv som hund, etc. Vantar ekki þannig alíslenska þroskasögu sem gerist í nútímanum?
ASE (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:10
Ég er sammála síðasta "ræðumanni." Þú ert alveg snilldar penni, sérstaklega hvað varðar barnsárin og hugsanahátt barna. Ég skora á þig að skrifa bók með þroskasögum barna.
Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:33
Takk
Ég byrjaði nú bara að henda gullmolunum þeirra inn í tölvuna af því að það var hentugra en að skrifa inn í bók, eins og við gerðum allra fyrstu árin.
En kannski læt ég verða af því að taka þetta almennilega saman.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 30.3.2009 kl. 16:32
Sammála síðustu ræðumönnum :) Þú ættir að skrifa bók :D
dabba (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:42
Tek undir með þeim sem hér strjúka lyklaborðin
Alltaf uppörvandi að líta hér inn.
Ágúst Ólason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.