Augnablik

Systur sváfu í Víkingheimilinu í nótt, ásamt 17 öðrum stelpum í fótboltanum.

Þetta var mikið fjör. Við drösluðum svefnpokum og dýnum í Víkina klukkan sjö í gærkvöldi og kvöddum systur. Nokkrir foreldrar voru á kvöldvakt, aðrir tóku svo við næturvaktinni og við Kata vorum í hópi þeirra sem áttu morgunvakt og smurðu brauð og sneiddu ávexti ofan í glorhungraðar íþróttahetjurnar klukkan 8 í morgun.

Systur eru þreyttar eftir ósköpin, en samt eru þær í sundi í þessum rituðum orðum, með Kötu. Þær fóru með mér til ömmu Deddu og afa Ís í sína venjulegu súkkulaðikökuheimsókn. Þar voru þær mjög uppteknar af því að búa til krassandi draugasögur. Á leiðinni heim sagði Elísabet mjöööööög langa og afskaplega flókna sögu. Þegar við vorum að renna í hlað hérna heima bað hún mig að hinkra, hún væri nefnilega alls ekki búin með söguna.

Ég benti henni á að sagan hennar væri ansi löng og töluvert flókin.

"Það skiptir engu máli," sagði hún. "Þið þurfið ekkert að læra hana. Ég er bara að segja ykkur hana í augnablikinu."

Ég drap á bílnum og við Margrét nutum augnabliksins enn um stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krúttið ;*

dabba :-) (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:01

2 identicon

Ég myndi kaupa barnabók fyrir fullorðna eftir þig.  Þú hefur dásamlegt lag á að leyfa manni að upplifa dásemd barnsárana.  Mér dettur í hug þroskasögur eins og Littla tré, mit liv som hund, etc.  Vantar ekki þannig alíslenska þroskasögu sem gerist í nútímanum?

ASE (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:10

3 identicon

Ég er sammála síðasta "ræðumanni." Þú ert alveg snilldar penni, sérstaklega hvað varðar barnsárin og hugsanahátt barna. Ég skora á þig að skrifa bók með þroskasögum barna.

Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk

Ég byrjaði nú bara að henda gullmolunum þeirra inn í tölvuna af því að það var hentugra en að skrifa inn í bók, eins og við gerðum allra fyrstu árin.

En kannski læt ég verða af því að taka þetta almennilega saman.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 30.3.2009 kl. 16:32

5 identicon

Sammála síðustu ræðumönnum :) Þú ættir að skrifa bók :D

dabba (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:42

6 identicon

Tek undir með þeim sem hér strjúka lyklaborðin

Alltaf uppörvandi að líta hér inn. 

Ágúst Ólason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband