30.3.2009 | 15:07
Halogen
Ég skrifaði örfrétt um verð á Halogen-perum í Moggann um helgina.
Hún var svona:
Halógen-perur teljast seint ódýrar. En svo miklu getur munað á verði þeirra á milli verslana að aukaferð í verslun margborgar sig.
Á dögunum vantaði tvær slíkar perur á heimilið. Það var freistandi að grípa þær í Krónunni, en sá grunur læddist þó að kaupanda að hver GU10 35w pera væri ekki 1.125 króna virði, eins og verslunin setti upp.
Í Húsasmiðjunni fengust slíkar perur á 695 krónur. Vissulega er þar ekki um sömu tegund að ræða, en reynslan af þeim er alveg ágæt.
Í húsi, þar sem 10 perur af þessari tegund eru á neðri hæð, skiptir 430 króna munur á hverri peru miklu máli.
Svo fékk ég póst í morgun frá Auði Bjarnadóttur, aðstoðarsölustjóra í smávörudeild IKEA.
Hann er svona:
Ég las grein í Morgunblaðinu um helgina sem undirritað var með þessu e-maili og fjallaði um GU10 35w halogenperur og verðmun á þeim.
Langaði mig í kjölfarið að benda þér á þessar perur eru seldar hjá okkur í IKEA 4stk saman í pakka á 1.190,- kr þannig að stykkjaverðið er 297,5 kr.
Ætti það að vera töluverður sparnaður fyrir þig ef þú notar 10 slíkar á heimilinu.
Mér finnst ástæða til að koma þessum upplýsingum Auðar á framfæri. Og mikið er ég ánægð með fólk sem er svona vakandi í vinnunni sinni ;)
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fór einmitt sérferð í IKEA um helgina til að kaupa halogen perur
Sonja (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:44
Alveg verður manni um og ó. Þetta minnir mig á þegar ég fór til læknis 18 ára gömul nýflutt í höfuðborgina og kvartaði undan verkjum svona hist og her. Læknirinn taldi líklegt að ég væri með gigt og skrifaði upp á lyf við því. Ég í mínu sveitasakleysi fór og leysti út lyfið og haldið ykkur nú heilar 200 töflur og ég var LÍKLEGA með gigt. Ekki tók ég nema kannski 5 töflur því mamma neitaði að trúa því að það væri gigt að mér og hreinlega bannaði mér að halda áfram á lyfinu. Líklega hef ég bara verið með vaxtaverki. En í dag er ég orðin fimmtug og er ekki gigtveik og bara svona yfirleitt aldrei veik. Í sumum tilfellum og líklega ótrúlega mörgum eru læknar of pennaglaðir en þegar við á, eins og til dæmis með nýja MS lyfið ótrúlega stífir.
Eins og alltaf Takk fyrir frábær blogg.
Jóna (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:10
ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ sorry. Ætlaði að skrifa athugasemdina við færsluna fyrir ofan.
Jóna (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:14
Athugasemdin er alveg jafn góð hérna, Jóna
Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.4.2009 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.