31.3.2009 | 10:18
Skóflustungur og ráðdeild
Pistill í Mbl. 33. mars
Um allt höfuðborgarsvæðið eru auðar íbúðir í fullbyggðum fjölbýlishúsum. Víða eru líka hálfkláruð hús, sem ætti að vera hægt að ljúka við og breyta þá í samræmi við fyrirhugaða notkun. Mikið offramboð er á húsnæði í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Þess vegna koma fréttir um skóflustungur stúdentaíbúða og þjónustuíbúða fyrir aldraða spánskt fyrir sjónir.
Í janúarbyrjun var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum Stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók skóflustunguna. Þarna munu rísa þrjú fjögurra hæða hús, með 80 tveggja og þriggja herbergja fjölskylduíbúðum. Og þessi fjölbýlishús eiga að vera tilbúin í desember á þessu ári. Ákaflega mikilvægt fyrir stúdenta sem berjast nú í bökkum eins og aðrir landsmenn, var haft eftir framkvæmdastjóra Stúdentaráðs. Ætli fyrrverandi félags- og tryggingamálaráðherra, sem nú situr í stóli forsætisráðherra, sé sammála um mikilvægi þessarar framkvæmdar?
Í síðustu viku tóku bæjarstjórinn í Kópavogi og formaður Sjómannadagsráðs fyrstu skóflustungur að nýjum leiguíbúðum fyrir aldraða við Boðaþing í Kópavogi. Þarna verða 95 þjónustu- og öryggisíbúðir.
Á þessum síðustu og verstu tímum er áreiðanlega mikilvægt að einhverjar byggingaframkvæmdir séu í gangi. En er virkilega ástæða til að reisa ný fjölbýlishús? Væri ekki hægt að ljúka við einhver þeirra fjölmörgu, sem standa hálfkláruð um allar trissur, eða breyta lítillega þeim sem þegar eru risin? Vissulega verða þjónustuíbúðir aldraðra tengdar sérstakri þjónustumiðstöð, en af hverju í ósköpunum þurfa stúdentar að byggja frá grunni? Er eitthvert vit í því?
Við þurfum að fara að temja okkur ráðdeild. Sú hugsun er ekki langt komin. Ég þurfti að leysa út lyf fyrir dóttur mína í gær, lyf sem hún á að taka til reynslu í einn mánuð. En í apótekinu var mér tjáð að lyfið væri nú einungis hægt að fá í 96 stk. pakkningum, en ekki 28 stk. eins og læknirinn hafði skrifað upp á.
Ég átti ekki annarra kosta völ en að taka við stóru pakkningunni, sem kostar Tryggingastofnun ríkisins hátt í 30 þúsund krónur. Mér skilst á lækninum að lyfið virki alls ekki fyrir öll börn. Það reynist sumum vel, en aðeins sumum. Það gæti því farið svo að eftir mánuðinn komi í ljós að það gagnist dóttur minni ekkert. Þá sitjum við uppi með 68 rándýrar töflur, sem hugsanlega gætu nýst einhverju öðru barni.
Svona getum við ekki haldið áfram að haga okkur. Við eigum að nýta þau hús sem til eru fyrir stúdenta sem þurfa nýja Stúdentagarða og fyrir eldri borgara, sem þurfa þjónustuíbúðir. Og við verðum að gera meira en að tala um að lækka lyfjakostnað. Við eigum ekki að halda áfram að hegða okkur eins og enn sé 2007.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér, Ragnhildur. Mér varð á orði þegar fréttin um skóflustunguna í Kópavogi birtist okkur: Er ekkert lát á vitleysunni. Það er fullt af húsum sem ekki hefur verið lokið við. Varla er dýrara að notast við þau en byggja frá grunni ný hús. Þetta hvort tveggja þarfnast nánari skýringa, stúdentanýbygging og fyrir eldri borgara.
Stórir lyfjaskammtar hafa verið mér óskiljanlegur hlutur. Að verða að taka við miklu fleiri pillum en maður þarf á að halda og borga fyrir það er bara bruðl.
Og hana nú!!
Góð skrif hjá þér og þörf.
Auður M (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:50
Las greinina í nótt (var á næturvakt) og ætlaði einmitt að koma hér inn og hrósa þér fyrir hana. Geri það hér með
Sigrún Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 14:31
Í Kópavoginum var reyndar ,,taka þrjú" eða skóflu stungið niður í þriðja sinn á sama stað eins og lesa má um á bloggi Ingibjargar Hinriksdóttur, í máli og myndum!
Helga Jónsd. (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.