1.4.2009 | 14:25
Systur, símar og turn
Systur langaði afskaplega mikið í gemsa í 8 ára afmælisgjöf. Við Kata sáum ýmis tormerki á því, en auðvitað tókst okkur að sannfæra okkur um að gemsar væru bráðnauðsynlegir í síðasta lagi næsta haust og því eins gott að þær byrjuðu að æfa sig.
Núna fæ ég stundum ótrúlega krúttlegar hringingar í vinnuna. Margrét hringir eftir skóla og spyr um eitthvað sem hún er alveg með á hreinu, bara svona til að vera viss. Og fá að nota gemsann.
Svo hringir Elísabet og spyr um sama hlut. Bara til að vera alveg viss og fá að nota gemsann.
Í afmælinu voru þær afskaplega uppteknar af símunum og tóku niður símanúmer allra í fjölskyldunni.
Tveimur dögum eftir afmælið fórum við í brunch á veitingastaðnum á 19. hæð í turninum við Smáratorg. Þetta var löngu, löngu ákveðið. Elísabet hefur alltaf verið smeyk í lyftum og vill helst ganga stiga. Hún er hins vegar mjög hrifin af brunch. Fyrir hálfu ári gerðum við samning um að hún myndi reyna að komast yfir lyftuóttann og fara svo alla leið upp á 19. hæðina í brunch á 8 ára afmælinu.
Guðmæðurnar fóru að sjálfsögðu með, annað kom aldrei til greina.
Addý, Bára, Ragnhildur, Elísabet, Margrét og Kata á 19. hæðinni.
Eftir brunchinn var Elísabet að vonum stolt af lyftuferðinni. Og Bára guðmóðir, sem á heiðurinn af öllum myndunum, tók eina af stelpunni fyrir framan stóra, stóra turninn.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brunchinn á 19. hæðinni er meiriháttar. Til hamingju með stelpurnar. Þær eru flottastar.
Helga Magnúsdóttir, 2.4.2009 kl. 14:38
Flottar stelpurnar ykkar og frábært hjá Elísabetu að sigrast á óttanum og fara með lyftunni.
Soffía, 2.4.2009 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.