3.4.2009 | 14:47
Kúreki og karate-kappi
Í dag var lítið um nám í Fossvogsskóla. Á þessum síðasta degi fyrir páskafrí var furðufatadagur og Logalandsgengið var alveg að fara á límingunum við undirbúninginn.
Við mömmurnar reyndum mjög að stýra þeim í fataskápana heima og bentum á að þetta væri "furðufatadagur" en ekki "öskudagur". Þær hlustuðu ekkert á það.
Fyrst ætluðu þær að leggja Andabæ undir sig. Margrét ætlaði að vera Mikki mús, Elísabet Andrésína, Marta Mína Mús og Tara Andrés.
Eftir miklar bollaleggingar um stél, gogga, hvíta hanska og músareyru gáfu þær hugmyndina upp á bátinn. Gengið tvístraðist og hver vann að sínu.
Systurnar fóru í heimsókn til stóru frændsystkinanna, Ölmu og Daníels. Þar ákvað Elísabet að vera kúrekastelpa. Pils og köflótt skyrta, hattur og stígvél.
Margrét þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar hún sá rauða karate-búninginn. Hún lagðist svo yfir karatebókina sem systir hennar gaf henni í fyrra og æfði stellingar, spörk, högg og hrollvekjandi öskur.
Í morgun fóru þær alsælar í skólann með Thelmu Törumömmu. Með var prinsessan Marta María, ógurlega fín og Tara, sem var krúttlegasti karl á jarðríki í gömlu fermingarjakkafötunum af stóra bróður.
Rétt í þessu hringdi Elísabet. Þær systur eru í góðu yfirlæti hjá afa Torben og ömmu Möggu. Veðrið er svo frábært að þær eru úti í garði. "Það vantar bara blóm og ber, þá væri þetta fullkomið!" lýsti Elísabet yfir.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég minnist furðufatadaganna í Fossó þau árin sem ég var þar. Þetta voru rosalega skemmtilegir dagar og alltaf þvílíkt stuð!
Baldur Gautur Baldursson, 4.4.2009 kl. 15:43
Hæ allar í logalandi 8 , þetta hefur verið skemmtilegur dagur hjá þeim systrum. Þær eru algjörir gullmolar, bestu kveðjur héðan frá sólarríkinu og góða skemmtun á skíðum knús Ásta frænka
Asthildur Sverrisdottir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.