Í kristninni með Jesú

Fjölskyldan fór í skíðaferð til Akureyrar um páskana. Við fengum hið ágæta hús Blaðamannafélagsins til umráða og þar fór afskaplega vel um okkur.

Á skírdag, fyrsta daginn sem við fórum í Hlíðarfjall, hittum við hálfa Reykjavík. Pétur Blöndal og Anna Sigga voru þarna með krakkana sína og við fengum trakteringar hjá þeim um kvöldið. Og lærðum Texas hold'em. Ég mun ekki leggja póker fyrir mig, það er ljóst.

Systur fóru í skíðaskólann og tóku undraverðum framförum. Margrét fór beint í diskalyftuna þennan sama dag, en Elísabet fór sér aðeins hægar og var í barnabrekkunni þann daginn, en slóst í för með Margréti á föstudeginum. Áður en yfir lauk fóru báðar í stólalyftuna og skíðuðu niður eins og herforingjar.

Á heimleiðinni var mikið stuð í aftursætinu. Þær vildu fara í leikinn, sem við leikum alltaf á ferðalögum. Einhver hugsar sér manneskju og aðrir eiga að spyrja þar til ljóst er við hvern er átt.

Elísabet fer oft frumlegar leiðir, hugsar sér fjall eða sandkorn og leikurinn getur orðið svolítið snúinn.

Svo fékk Margrét brilljant hugmynd.

"Ég er búin að hugsa mér mann," sagði hún.

Við spurðum og spurðum og komumst að því að þessi maður væri löngu, löngu dáinn.

"En þekktum við hann?" spurðum við.

"Nei," svaraði Margrét, en fullyrti að hún vissi samt allt um hann.

"Átti hann konu?" spurðum við.

"Ég veit það ekki," svaraði Margrét, sem þóttist samt allt vita.

Hún sagði aðspurð að þetta hefði ekki verið góður maður.

Allt í einu spurði Elísabet: "Var hann kannski í kristninni með Jesú?"

"Já," svaraði Margrét.

"Og var hann svikari?" spurði Elísabet.

"Já," sagði Margrét og staðfesti að þessi löngu, löngu dáni og vondi maður hefði fengið 30 silfurpeninga.

"Ég veit, ég veit, þetta var Jósef," æpti Elísabet, en sá um leið að sér og sagði: "Nei, ég meinti Kaspían."

Mömmur héldu að svikarinn hefði kannski heitið Júdas.

"Ég vissi það!" sagði Margrét þá, afskaplega ánægð með sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Leikurinn heitir "Hver er maðurinn ?".   Ómissandi í hverju aftursæti.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband