Dol dil mikil

Systur eru með gemsana á hreinu. Þær taka þá oftast með í skólann og um leið og skólinn er úti kveikja þær á þeim.

Þá byrja sms-sendingarnar og símtölin. Elísabet er afskaplega rösk að senda sms, stundum á kostnað réttritunar. "Eruði enðá i jarðar föronum?" var spurning sem hún sendi mér þegar hún vissi að við Kata hefðum farið í jarðarför. Og þegar þær löbbuðu heim eftir skóla í gær skrifaði hún að það væri "Dol dil mikil" rigning.

Þær segja gjarnan 16 broskarla við hver skilaboð. Alla sem í boði eru.

Og svo byrja hringingarnar. Elísabet hringdi í gær, til að segja mér að þær ætluðu bráðum að ganga heim með Töru og hvenær ég væri væntanleg. Við spjölluðum smá stund og kvöddumst svo.

Mínútu síðar hringdi Margrét: "Er allt í lagi?" spurði hún.

Ég sagði henni að allt væri í himnalagi og spurði hvað hún vildi.

"Ég ætlaði bara aðeins að heyra í þér. Elísabet sagði að þú hefðir verið pínulítið dauf í röddinni áðan."

Svei mér þá! Hvor er mamman??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krútt

Kolla (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:01

2 identicon

Algjör snilld !!

Ásthildur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

dásamlegt ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.4.2009 kl. 01:37

4 Smámynd: Garún

Hahaha.  Dol dil mikil krú tt. 

Garún, 5.5.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband