10.8.2009 | 15:38
Bloggið blívur
Ég held ég verði bara að fara að blogga aftur. Ég hef engan húmor fyrir þessu Facebook dæmi. Hef reyndar aldrei gefið mér tíma til að skoða þetta vandlega, en finnst bara þægilegra að gera þetta upp á gamla mátann: Skrifa hitt og þetta og láta alveg eiga sig að setja oft á dag inn "status" og tékka á "status" annarra.
Ég er ekki á móti talsímanum, en Facebook er of moderne fyrir minn smekk.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er eins og með eplið og appelsínurnar;
það þarf ekki endilega að velja.
Ágætt að hafa bæði.
Bloggið opinberlega en Facebookina meira privat.
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 17:45
Skilðig. Er eiginlega hætt hvoru tveggja.
Helga Magnúsdóttir, 10.8.2009 kl. 18:04
Feisbúkk er skárra en bloggið. Þar ríkir ekki sami ruddaskapur og er að drepa bloggið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.8.2009 kl. 00:02
Ég er eiginlega sammála Sigurði, hérna á blogginu fær maður yfir sig allskonar svívirðingar ef maður skrifar ekki akkúrat það sem sumir vilja :) á fésinu eru allir kurteisir :) en mér finnst þó gaman að vera bæði á fésinu og blogginu
Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.8.2009 kl. 09:39
Þetta eru gjörólíkir miðlar, bloggið og fésið, og ég tek undir með Sigurði að á fésinu er fólk ekki eins ruddalegt og oft má sjá á blogginu.
Ég var að senda þér fésbókar-vináttubeiðni, Ragnhildur - langar að benda þér á þennan líka fína, nýstofnaða klúbb sem Jóhanna Kristjóns hafði forgöngu um að stofna: Málræktarklúbbinn. Nú þegar hefur margt verið reifað þar eins og sjá má: Málræktarklúbburinn
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2009 kl. 15:50
Ég er alveg sammála um fésið og bloggið (og trúið mér kæru Sigurður og Guðborg, á gömlu indælu bloggvöllum fær maður ekki yfir sig allan þennan viðbjóð - bara færa sig frá Mogganum...)
Fésbókin (eða andritið, nýjasta heitið sem ég hef heyrt og það besta) kemur bara alls ekkert í stað bloggsins, það er svo ótrúlega yfirborðskennt eitthvað.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.8.2009 kl. 23:28
Mikið er ég fegin - hef saknað þín mikið!!! Óborganlegar sögur - og svo koma nú
Inga (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:34
Ég get alveg skrifað upp á að stundum er mikill dónaskapur á blogginu og að þetta eru gjörólíkir miðlar. Bloggið hentar betur fyrir það sem ég vil gera; setja inn færslur af og til, en ekki stuttan status oft og mörgum sinnum. Ég verð frústreruð yfir Facebook, þar sem ég gef mér ekki tíma til að fara þar inn daglega eða oft á dag. Þá sjaldan að ég rekst þar inn hafa vinir sett inn óteljandi færslur og ekki vinnandi vegur að lesa það allt saman.
Ég hef ekkert á móti Facebook-fyrirbærinu. Það hentar mér bara alls ekki. Mér finnst það snubbótt og yfirborðskennt. Auðvitað hefur hver sína skoðun á þessu. Ég vil blogg. Fyrir mig alla vega. Aðrir hafa að sjálfsögðu sína hentisemi.
Og takk fyrir ábendingu um Málræktarklúbbinn. Ekki veitir nú af ;)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 13.8.2009 kl. 10:22
Fegin er ég Ragnhildur að þér líkar bloggið betur því þá get ég hlegið aðeins lengur á meðan þú nennir að skrifa hnyttnar sögur af tvíbörunum ykkar ;O)
Kv.
Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 23:23
Sama hvar þú ert - alltaf gaman að lesa þínar skemmtilegu hvunndagssögur. Velkomin aftur á bloggið
Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.