13.8.2009 | 12:54
Boltastelpur
Víkingssystur fóru á Pæjumótið á Siglufirði um síðustu helgi. Raunar fór öll fjölskyldan og tjaldaði innan um alla hina Víkingana inn við fótboltavellina á Siglufirði.
Fyrsti keppnisdagurinn var á föstudag. Þá vorum við Kata liðsstjórar og sáum um átta liðsmenn í 7. flokki, A-liði. Þær þurftu að hita upp fyrir leiki, fá vatnssopa þegar fór að hitna í kolunum, borða hollan bita af og til yfir daginn, fara í sund, fara á skemmtun í bænum o.s.frv. Það var afskaplega gaman, en annasamt. Um kvöldið lögðust þreyttir Víkingar til svefns í barnaskólanum, en mömmur skriðu inn í tjald.
Laugardagurinn var alveg jafn frábær og öllu léttari fyrir okkur Kötu, þar sem aðrir Víkingar sáu um stelpurnar. Okkar hlutverk var bara að mæta og hvetja. Stelpurnar vilja greinilega hvatningu. Einu sinni, þegar Margréti var skipt út af, fannst henni greinilega að foreldrar stæðu sig ekki sem skyldi og orgaði á okkur: "Hvetja! Hvetja!" Og við hvöttum.
Kata fékk það hlutverk að gista með stelpunum aðfararnótt sunnudagsins, á meðan ég sat með öðrum Víkingsforeldrum á tjaldstæðinu og hafði það huggulegt. Allir töluðu um fótbolta. Ég stóð sjálfa mig að því að hafa ógurlegt vit á öllu sem snertir þessa göfugu íþrótt. Öðruvísi mér áður brá.
Systur og liðsfélagar uppskáru silfur í sínum flokki og voru alsælar.
Enn eitt markið! Þórunn (lengst til hægri) hlýtur að hafa skorað, Elísabet (lengst til vinstri) er lukkuleg með stöðuna.
Margrét, Elísa og Tara eftir vel heppnaða sókn.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Systir mín fótbolta-sjéníið :) Ánægð með þig.
Greta (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 21:24
Þetta eru svo skelfilega skemmtilegir tímar. Njóta bara í botn.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 07:41
Yndislegt að fá aftur að heyra um þær systur og sjá myndir. Sérstaklega fyrir manneskju eins og mig sem hef ekki farið á Snjáldurskinnu. Held hún henti mér ekki - alltof tímafrek. Gaman gaman - hlakka til að fylgjast með
Inga (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.