Popp og skrúfur

Tæplega fjögurra mánaða bloggpása er nú aðeins of mikið af því góða! Er það ekki, Garún?

Ekki er tíðindalaust hér á Logalandsvígstöðvunum. Aldeilis ekki. Og samt sleppti ég öllu bloggi um jól og um skíðaferð til Akureyrar og nú er að líða að 9 ára afmælinu og enn gerist fátt hér á síðum. Ég bæti úr þvi.

Talandi um afmæli: Systur eru afskaplega uppteknar af því hvað þær ætla að gefa hvor annarri. Ég get auðvitað ekki upplýst neitt slíkt, enda eru krílin fyrir löngu orðin læs og vafra um á tölvunni. Um jólin var hið sama uppi á teningnum; þær veltu báðar fyrir sér hvað þær ættu að gefa systur.

Af því að þær eru afskaplega ólíkar voru vangavelturnar í norður og suður. Pabbi gaf þeim dálítinn pening fyrir jólagjöfum og það kom aldrei annað til greina en að eyða því öllu í systur. Svo ákváðu þær sig loksins. Kata fylgdi Margréti í Toys'R'Us þar sem hún keypti flottan míkrófón á standi. Þegar Elísabet æfir poppstjörnutakta glymur um allt hús og hún getur líka tengst iPod við græjuna og sungið með. Á græjunni er meira að segja takki, sem framkallar dúnrandi lófatak eftir góða frammistöðu. Elísabet táraðist af hamingju þegar hún fékk gjöfina og ætlaði aldrei að hætta að knúsa systur.

Ég fór með Elísabetu í búðir að kaupa gjöfina fyrir Margréti. Í Ikea fundum við hina fullkomnu gjöf: Verkfærakassa og lítið rafmagnsskrúfjárn. Margrét ætlaði að ærast úr gleði þegar hún sá hamarinn, sögina, skiptilykilinn og skrúfjárnið og hafði aldrei fyrr fengið aðra eins gjöf. Nú má ekki losna um skrúfu án þess að hún komi hlaupandi og nagli er ekki settur í vegg án hennar aðstoðar.

Ólíkar, það má nú með sanni segja.

Ég er komin fram að jólum. Nú tek ég aftur pásu. En bara örstutta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jeiii! Loksins! Takk fyrir

Guðrún Finnbjarnardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:12

2 identicon

Tek undir með Guðrúnu hér fyrir ofan mig.  Þær og þið eruð yndi.

Jóna (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 19:21

3 Smámynd: Garún

Það var mikið að beljan bar!  Veii ég er samt á selfossi svo fólk verður að bíða spennt eftir nýrri færslu frá mér!   Ég var svona beggja megin í þessu, hefði langað bæði í mígrafón og skrúfujárn, en þannig er ég nú ólík sjálfri mér

p.s hjá mömmu er ég Guðrún.

Garún, 9.3.2010 kl. 23:51

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábærar

Sigrún Jónsdóttir, 10.3.2010 kl. 01:48

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Hvenær ætli Selfoss komist í netsamband? Þetta er auðvitað alveg ferlegt ástand, að fólk detti bara úr sambandi um leið og það fer austur fyrir heiði! Eða er þetta bara afskaplega slöpp afsökun?

Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.3.2010 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband