11.4.2010 | 17:59
Rokk á ukulele
Systur fóru í gítartíma á laugardagsmorgun, eins og alltaf. Þær eru komnar með mikla gítardellu og tími kominn til, þær eru á þriðja ári í náminu. Mikill áhugi núna helgast af því að þær eru farnar að plokka melódíur, en áður voru þær alltaf að læra grip. Vissulega stóðu þær sig vel þar og fannst alltaf gaman í tímum, en plokkið á hug þeirra allan.
Áhuginn smitast yfir í vinahópinn. Tara er t.d. mjög iðin að læra allt plokk hjá þeim þessa dagana. Svo áskotnaðist systrum ukulele um daginn og þótt um það gildi nokkuð önnur lögmál en gítarinn, þá finnst þeim samt afskaplega gaman að fikta í því. Það var reyndar dálítið fyndið þegar Margrét rakst fyrst á ukulele í hljóðfæraverslun um daginn. Hún greip þetta kríli og plokkaði strax upphafsstefið í Smoke on the Water! Ég held að það hafi aldrei hvarflað að Deep Purple að spila það á ukulele, enda glottu töffararnir í hljóðfæraversluninni þegar mjóir tónarnir bárust um sali.
Við Margrét áttum annars það erindi í búðina að skoða trommukjuða og æfingaplatta fyrir verðandi trommuleikara. Hún er nefnilega farin að æfa trommuleik. Ólafur Hólm Nýdanskra-trommari ætlar að berja í hana taktinn, sem ætti nú ekki að verða erfitt verk. Þessa dagana situr hún oft og lemur æfingaplattann og trampar á ímyndaða bassatrommu. Trommusett kemur hins vegar ekki á þetta heimili á næstunni. En seinna meir verður kannski leitað að ódýru rafmagnstrommusetti, sem þarf ekki að heyrast neitt í frekar en maður vill.
Jæja, með allan þennan tónlistaráhuga og vaxandi hljóðfærasafn verður stundum stuð á heimilinu. Í gær sátu þær lengi við, systur, Tara og Marta María og sungu mikinn söng um ágæti Fossvogsskóla, með tilheyrandi svívirðingum í garð annarra skóla. Ég veit ekki hvar þær kokkuðu upp þennan texta! Margrét og Tara spiluðu á gítara, Elísabet trommaði og Marta María var með ukulele. Úr varð mikið hljómasafn. Þær áttu samt ekki í neinum vandræðum með að halda allar fjórar lagi í söngnum.
Tara gisti hjá okkur í nótt. Því fylgdi auðvitað að allar þrjár þurftu að sofa á gólfinu, því það er mesta fjörið. Systur færðu dýnurnar úr rúmunum sínum niður á gólf og Tara fékk dýnu undir sig. Hún hafði komið með nýju myndavélina sína með sér og þær tóku áreiðanlega 200 myndir hver af annarri að stökkva á dýnunum. Þær voru ekki lengi að sofna eftir þær æfingar.
Í morgun vildu þær klatta. Þeim finnst það einfaldlega tilheyra þegar þær gista (Það heitir alltaf að gista, líka hjá gestgjöfunum). Og auðvitað fengu þær klatta.
Núna eru systur í afmælisboði.
Góðri helgi að ljúka.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski þær geti gert þennan að fyrirmynd.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2010 kl. 18:08
Svona kemur manni BARA í gott skap.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2010 kl. 18:11
Frábærir guttar
Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.4.2010 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.