13.5.2009 | 11:48
"Lagið þitt er æðislegt"
Pistill í Mbl. 13. maí:
Á hverju ári berast sömu fréttir frá útlöndum. Erlendir fréttamenn eru yfir sig hrifnir af framlagi Íslands til Evróvisjón og í samtölum við spekinga, sem allir vita hvað þeir syngja, kemur fram að lagið okkar muni ná langt í samkeppni við öll hin lögin. Enda eru þau flest miklu síðri. Íslensku keppendurnir eiga ekki orð yfir alla þá athygli sem þeir fá. Þeir syngja á blaðamannafundum, í kokteilboðum sendiráða og jafnvel á næstu götuhornum, þar sem æstir aðdáendur safnast saman. Það er nánast formsatriði að bíða eftir úrslitunum.
Þegar Íslendingar tóku fyrst þátt í keppninni, árið 1986, var nánast bókað að við myndum alla vega ná þriðja sætinu. Viðtökurnar úti bentu svo sannarlega til þess. En Gleðibankinn lenti samt í 16. sætinu, eins og næstu lög sem fóru út. Einstaka sinnum tóku íslensk hjörtu kipp, Stjórnin stóð sig vel og Selma bætti um betur. Og svo kom nýtt ár og ný ofurbjartsýni.
Keppendur eyða mörgum dögum fyrir keppni í þeirri borg, þar sem úrslitin ráðast. Mér er algjörlega fyrirmunað að átta mig á hvers vegna sú langa og dýra dvöl er nauðsynleg. Ég veit að íslenski hópurinn fer einn daginn í partí hjá einu landi og næsta dag í partí hjá öðru og heldur svo partí sjálfur þriðja daginn og allt á þetta að vera voða fín kynning og auka líkur á að íslenska lagið nái langt.
Hvernig geta gagnkvæm kokteilboð í Moskvu aukið sigurlíkur íslenska lagsins? Eiga sjónvarpsáhorfendur í löndum Evrópu ekki úrslitaorðið um hvaða lag sigrar? Hafa þeir einhverja hugmynd um hvort Jóhanna Guðrún söng vel í gríska partíinu, eða norska eða sænska, eða öllum hinum partíunum?
Friðrik Ómar, Evróvisjónkeppandi í fyrra og bakrödd í ár, var hreinskilinn í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku. Hér reyna allir að vera vinir og segja við aðra að þeim finnist lagið þeirra æðislegt, sagði hann. Og skýrði líka frá því í viðtalinu að allt væri svo dýrt, enda Moskva ein dýrasta borg í heimi. Sem hlýtur að fela í sér að reikningur Ríkisútvarpsins vegna dvalar hópsins verður stjarnfræðilega hár. Fyrir forkeppnina í gær fóru hvorki fleiri né færri en tíu dagar í bráðnauðsynlega kynningu, þ.e. gagnkvæm partí þar sem allir eru vinir og segja við aðra að þeim finnist lagið þeirra æðislegt.
Jóhanna Guðrún er prýðileg söngkona og Íslandi til sóma. Það er hins vegar kominn tími til að Íslendingar hætti að horfa með glýju í augum til Evróvisjónlands, hætti að trúa því að lagið sé æðislegast og hætti að trúa því að allir séu vinir. Það er alveg sjálfsagt að taka þátt í þessum létta leik, en óþarfi að eyða og spenna eins og utanríkisráðuneyti með öryggisráðsþrá. Hið opinbera hlutafélag, Ríkisútvarpið, er rekið með bullandi halla og ætti að vera ákaflega vandlátt á í hvað peningarnir fara, þótt enn sé mulið undir það með stórauknum framlögum í formi nefskatts.
(Athugasemd: Mér er ljúft og skylt að koma athugasemd Þórhalls Gunnarssonar á framfæri. Hann sagði mér í morgun að þau lönd, sem taka þátt í keppninni, verði að senda fulltrúa sína á vettvang með þessum mikla fyrirvara. Það er auðvitað mikilvægt innlegg í umræðuna um hvort við eigum yfirhöfuð að taka þátt.)
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kostar þetta nokkuð meira en ein utanlandsför forseta Ísland ????
Og er ekki verri landkynning !!!
Lóa (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:27
Góður pistill hjá þér, Ragnhildur. Það er ástæða til að endurskoða hvort Ísland eigi að vera með í keppninni í ljósi fjárhagserfiðleika RÚV.
Innihald árlegra frétta af íslenska keppnislaginu í Eurovision eru jafnfyrirsjáanlegar og fréttir af árlegri páskaræðu páfans um að mörg þúsund manns hafi safnast saman á Péturstorginu til að hlýða á ræðuna.
Helga (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.