8.1.2009 | 15:48
Stjörnuljós
Systur voru afskaplega lukkulegar að vera heima á gamlárskvöld, hlupu á milli húsa í hverfinu og reyndust svo komnar á sprengju- og blysaaldurinn. Eins gott að við keyptum fjölskyldupakka með alls konar smádóti, svo þær gátu notið látanna.
Hérna eru þær í byrjun kvölds, þegar farnar að sveifla stjörnuljósum. Brynja Törufrænka, Elísabet, Tara á bak við ljós og Margrét. Og Stúfur, sýnist mér
Bára guðmóðir festi á minniskubb.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 14:09
Skólafrí
Systur voru orðnar vanar löngu fríi.
Elísabet stakk upp á því í gær að þær tækju sér tveggja ára frí frá skóla. "Þið getið bara kennt okkur það sem við þurfum að læra og svo getum við verið í fríi."
Margrét tilkynnti í morgun að hún ætlaði sko ekki í skólann!
Þær voru búnar að gleyma þessu klukkan 8 þegar þær skoppuðu af stað með Mörtu Maríu og Töru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 10:59
Heilabrot
Elísabet lýsti líðan sinni í gær svona: "Mér finnst eins og ég sé með heila í maganum. Og heilinn er með hausverk."
Hún reyndist vera svöng.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.1.2009 | 11:34
Vakandi
Elísabet vaknaði eftir miðnætti í nótt. Var alveg glaðvakandi.
Ég skreið upp í til hennar og auðvitað þurftum við að pískra dálítið. Svo sagði hún: "Bráðum kemur mamma og segir: Ertu að halda vöku fyrir barninu?!"
Við lækkuðum róminn svo við fengjum ekki skammir. Kata birtist nú samt fljótlega og til að verða fyrri til sögðum við henni af þessum samræðum. Hún brást okkur ekki, sagði að barnið yrði að fara að sofa og hélt svo vöku fyrir henni dálítið lengur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.1.2009 | 11:31
Toppform
Undir miðnætti á gamlársdag sýndist Kötu eitthvað af Margréti dregið.
"Er ekki allt í lagi, Margrét mín?"
Sú stutta tók mikið viðbragð, stökk til, setti sig í vaxtarræktarstellingar og hrópaði: "Ég er í TOPPFORMI."
Og fór auðvitað ekki í háttinn fyrr en löngu, löngu síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 10:33
Batnandi manni er best að lifa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2008 | 16:12
Engin nauðung
Systur fóru á frístundaheimili í dag og í gær. Neðstaland við Fossvogsskóla er lokað, svo þær fóru í Sólbúa, frístundaheimilið við Breiðagerðisskóla. Og eru alveg alsælar að fá að upplifa eitthvað nýtt. Svo er dekrað við krúttin á þessum "hálf"frídögum, farið í Árbæjarsafn í gær, pizzuveisla á eftir og svo í bíó í dag.
Þegar Thelma Törumamma kom að sækja hópinn í gær var henni tekið fálega. Hún var allt of snemma á ferð! Svona er nú gaman.
Ég sæki þær á eftir og gæti þess að vera heldur í seinna fallinu. Þær kvarta alveg örugglega ekki að þessu sinni. En við foreldrarnir þurfum ekki að vera þjökuð af samviskubiti á meðan
Kalkúnninn fyrir morgundaginn er í höfn og ekkert eftir nema renna við hjá einhverri björgunarsveitinni og kaupa hóflegt magn af blysum og sprengjum.
Gleðileg -og örugg- áramót!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2008 | 01:06
Jól
Jólin fóru afskaplega mildum og ljúfum höndum um okkur í Logalandinu.
Tengdó og Knútur mágur voru hjá okkur í rjúpunum og svo tók við laaaaangur tími, þar sem ráðist var á pakkana. Systur fengu auðvitað mikla hrúgu af jólapökkum, mest af öllum, eins og þær segja sjálfar. Margar bækur, myndavélar, njósnaratöskur, sængurföt, flísbuxur, boli, fótboltaspil, grjónapoka til að liggja á og fullt af öðru sem tæki allan daginn að telja upp. Þær voru alsælar. Svo knúsuðu þær hvor aðra vel og lengi fyrir gjafir sem voru alveg sérvaldar: Margrét keypti mynd nr. 2 um Narniu fyrir Elísabetu og Elísabet gaf systur sinni Kung Fu Panda. Báðar höfðu vonast eftir að fá þessar myndir. Sigga frænka bætti svo um betur með Mamma Mia! og Tara gaf þeim Óvita, leikritið frábæra. Hér hefur þvi aldeilis ekki verið skortur á myndum, fyrir utan allar frábæru bækurnar, innrömmuðu ljósmyndirnar af þeim í frumbernsku, föndurdótið og ... jájá, nú er ég farin að telja upp aftur. Miklir lukkunnar pamfílar, þessar stelpur og kunna líka vel að meta það.
Jóladagurinn var jafn rólegur og aðfangadagur hafði verið fjörugur. Við vorum á náttfötunum fram eftir öllum degi, fórum svo í nær tveggja tíma gönguferð um Elliðaárdalinn og aftur heim í náttföt. Á annan dag jóla fórum við til tengdó. Þar var Daníel frændi, mikið átrúnaðargoð systra, og ekki minnkaði aðdáunin þegar Daníel sagði af nýjasta prakkarastrikinu sínu. Hann og tveir félagar hans voru í sundi og fóru í rennibrautina. Þeim fannst ferðin ekki nógu mikil, fóru inn í búningsklefa og mökuðu sápu á bakið á sér. Þannig tókst þeim að auka ferðina niður rennibrautina, en voru samt ekki sáttir. Fóru aftur inn, náðu að losa plastpoka fullan af sápu úr sápuhylkinu og helltu í rennibrautina. Þá náðu þeir þessari líka fínu bunu, en sundlaugarvörðurinn var ekki sáttur við piltana og sápufroðuna sem lagðist yfir allt. Foreldrar kallaðir til og mikið havarí. Daníel átti víst að skammast sín, en hann glotti allan hringinn þegar hann sagði söguna. Hann veit að vísu núna, að það er ekkert sniðugt að hella sápu út um allt, fólk getur runnið illa og meitt sig, svo hann lofaði að gera þetta aldrei aftur.
Systur drógu frænda sinn afsíðis, til að fá upplýsingar um fleiri góð prakkarastrik og Margrét skráði allt samviskusamlega niður í litla minnisbók. "Þetta eru prakkarastrik" sagði hún og hélt bókinni á lofti. Við spurðum hvort Alma systir Daníels gæti kannski kennt þeim einhver til viðbótar, en Margrét sagði að hún kynni ekki prakkarastrik, bara pæjuprik. Nýtt hugtak þar á ferð, en vissulega er Alma að skríða á unglingsárin
Á laugardag komu mamma og pabbi til okkar í hádegismat, en við Kata fórum í matarboð um kvöldið með gömlum vinkonum hennar og mökum. Edda frænka passaði, sem er alltaf vinsælt. Hún þurfti að vísu að bregða sér út á lífið, svo Magga systir tók við af dótturinni þegar leið á kvöldið. Tvær barnapíur á einu og sama kvöldinu hljómar eins og við höfum verið lengi, lengi að heiman, en við erum löngu búnar að missa allt þrek í slíkt útstáelsi og komnar heim á skikkanlegum tíma, svei mér þá.
Í dag hélt letilífið áfram. Það er ákveðið áhyggjuefni hvernig við höfum snúið sólarhringnum við. Ég vaknaði klukkan 10 í morgun og þá bærði enginn heimilismaður annar á sér. Yfirleitt spretta systur upp eigi síðar en 8, en jólin hafa alveg útrýmt þeirri venju.
Við skiptum aðeins liði í dag. Margrét vildi rölta um Fossvoginn með Kötu, til að hafa uppi á vinkonum sínum, en Elísabet vildi fara í bæinn. Við tvær gengum allan Laugaveginn frá Vitastíg niður að Bankastræti og til baka, svo niður að Skúlagötu og ókum heim eftir klukkustundar labb um miðbæinn. Og brunuðum svo í mat til Addýar og Báru.
Mikið dýrðarfrí sem þetta hefur verið. Og enn bætist við um áramótin. Systur eru orðnar spenntar, ætla að njóta þess að vera heima í fyrsta skipti og vonandi verða vinir þeirra í hverfinu allir heima.
Á morgun fara systur í frístundaheimilið við Breiðagerðisskóla, í stað þess að fara í Neðstaland við Fossvogsskóla og eru mjög spenntar. Þær vonast til að endurnýja kynnin við gamla vini úr leikskólanum, sem þær vita að eru í Breiðagerðisskóla, t.d. Jóhönnu Lan og Mána.
Daginn fyrir Þorlák heimsóttu systur reyndar þennan gamla leikskóla sinn og tróðu þar upp með gítarleik og söng. Þær hafa verið að æfa jólalög í gítartímum, sem þær sækja með Evu, gamalli leikskólavinkonu og þær þrjár ákváðu að syngja fyrir litlu börnin á leikskólanum. Þær voru ekkert sáttar við mig þegar ég sótti þær eftir nær þriggja tíma veru á leikskólanum, enda var Linda þá að lesa fyrir þær og litlu börnin og lífið allt einfalt og gott eins og í gamla daga.
Meiri ósköpin hvað tíminn líður hratt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2008 | 09:24
Kannski milljón
Hurðaskellir velti spurningu systranna vel fyrir sér. Í bókstaflegri merkingu, því blaðið var allt krumpað og útbíað sótugum fingraförum.
En hann hafði það af, karlinn, að svara spurningunni um hvað hann héldi að þeir bræður væru gamlir:
"Kannski 1. Eþa kannski milljón. Ekki alveg viss."
Þetta fannst þeim fyndið.
Margréti fannst karlinn skrifa of vel. En við nánari skoðun sá hún að stafirnir voru óttalega skakkir og skældir hjá karlanganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2008 | 00:14
Kvað haldið þið . . .?
Systur sögðu að Tara hefði skrifað bréf og spurt Askasleiki hvað hann væri gamall.
Askasleikir vissi það nú ekki.
Þær dóu ekki ráðalausar. Í kvöld skrifuðu þær bréf til Hurðaskellis: "Elsku jólasveinn. Kvað haldið þið að þið séuð gamlir?"
Sko, af því að Askasleikir vissi það ekki þá er ráð að biðja þá að giska.
Spurning hverju Hurðaskellir svarar. Við Kata sögðum þeim systrum nú að jólasveinar væru ekkert sérstaklega sleipir í svona löguðu, en þær ætla að fá svör.
Þær ætla að sýna leikrit í skólanum á morgun og á föstudag eru litlu jólin. Það styttist í jólafríið hjá krúttunum.
Mikið hlakka ég til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar