Fínu fötin

Þegar Mogginn varð 95 ára í fyrra voru gerðir bolir. Svartir með hvítu letri og hvítir með svörtu. Ég á einn af hvorri gerð. Framan á bolunum er Íslandsmynd, en landið er myndað úr fyrirsögnum úr Mogga sl. 95 ár.

Systrum finnst mjög gaman að lesa á bolina og vilja fá sögurnar á bakvið fyrirsagnirnar. Sumt er einfalt, t.d. stendur "Eldgos á Heimaey" þar sem Vestmannaeyjar eru á kortinu. Annað er töluvert snúnara, "Kennedy myrtur í Dallas" og "Sóttin mikla".  En þær geta dundað sér lengi við að lesa framan á mig þegar ég bregð mér í svona bol heima við.

Í siðustu viku fór Kata með þær í bæinn að kaupa afmælisgjöf fyrir mig. Hún ætlaði að finna á mig einhverja flík. Það fannst þeim systrum alveg fáránleg hugmynd: "Hún á TVO Moggaboli!" sögðu þær.

Flottara gerist það víst ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Ekkert bruð þegar konan á nóg af fötum, ha ha ha  .  Til hamingju með afmælið samt.

Húsmóðir, 2.9.2009 kl. 22:18

2 identicon

Þær eru yndislegar.

Jóna (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 785992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband