Kaos og klúður hjá frjálslyndum

Úff, úff og úff!

Að fullorðnir menn skuli haga sér svona.

Landsþing Frjálslynda flokksins bar þess auðvitað fyrst og fremst merki að Margrét systir mín sá ekki um skipulagninguna. Þvílíkt andsk.... kaos!

Landsfundarfulltrúar gátu skráð sig í flokkinn til 15.15, löngu eftir að átti að vera lokað fyrir nýskráningar.

Kosningar áttu að hefjast 15.00, en það dróst um klukkustund.

Hver maðurinn á fætur öðrum ákvað að yfirgefa þetta rugl. Sumir báðu mig að afhenda kjörseðil fyrir sína hönd, en ég neitaði. Ætli allir hafi neitað slíku?

Allt í einu heyrði fólk frammi á gangi lófatak úr sal. Í ljós kom að formaður hafði verið kjörinn með lófataki. Til hvers var þá kjörseðill? Þorði Guðjón Arnar kannski ekki að fá niðurstöðu úr kosningu? Hætt er við að a.m.k. 40% hefðu skilað auðu eftir aðför hans að Margréti.

Eftir að talning atkvæða í embætti varaformanns, ritara, fjármálaráðs og miðstjórnar var hafin kom Guðjón Arnar móður og másandi með einn kjörkassann í fanginu og leitaði að lykli. Hann hafði einn, en tvo þurfti til að opna kassann. Formaður kjörnefndar tók kassann í fangið og hljóp inn eftir gangi. Ég fylgdi á eftir. Formaðurinn talaði um að kannski þyrfti kúbein til að opna, en lykillinn fannst og kjörnefndarformaður hvarf með kassann í fanginu. Hvers vegna var kassinn fjarlægður úr talningaherbergi? Var ekki hægt að leita að lykli án þess að hafa kassann í fanginu?

Skömmu síðar var kjöri varaformanns lýst. Margrét tapaði með neyðarlega litlum mun fyrir forystuna.

15 mínútum síðar kom í ljós að enn voru menn að telja atkvæði í kjörinu, líklega úr kassanum sem þeir ætluðu að brjóta upp.

Skipulagið var allt í skötulíki.

Þar að auki fengu menn að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, sem enn teljast forystumenn í öðrum starfandi stjórnmálaflokki. Árið 2003 var Nýtt afl skráð sem stjórnmálaflokkur og þeirri skráningu hefur aldrei verið breytt. Hvað var þá t.d. Höskuldur Höskuldsson, varaformaður Nýs Afls, að gera á framboðslista til miðstjórnar?

Ég ætla að kæra þessa framkvæmd. Þetta var allt í andskotans havaríi og vitleysu og ég vil að miðstjórn flokksins svari málefnalegu erindi mínu um framkvæmdina.

Reyndir fjölmiðlamenn á staðnum supu hveljur yfir því sem þeir sáu.

Og má ég enn minna á "jafnræðið" í aðdraganda varaformannskjörs þegar símanum á skrifstofu flokksins var beint í farsíma sitjandi varaformanns?

Þeir sitja uppi með hratið.

Verði þeim að góðu.

Hún var hvort sem er allt of góð fyrir þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Bendi á tillögu mína Til Margrétar og hennar stuðningsfólks sem ég setti inn á bloggið hennar

Guðmundur H. Bragason, 28.1.2007 kl. 02:28

2 Smámynd: Jóhann H.

Hvernig væri þessi færsla ef systir þín hefði unnið kosninguna?

Jóhann H., 28.1.2007 kl. 02:40

3 Smámynd: Pétur Blöndal

Afar skemmtileg og myndræn lýsing á atburðarásinni á flokksþinginu. Þeir virðast með eindæmum frjálslyndir sem eftir eru í Frjálslynda flokknum.

Pétur Blöndal, 29.1.2007 kl. 13:52

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Er setningin "má maður ekki gefa vinum sínum tvöþúsund kall" virkilega rétt höfð eftir formanni Frjálslyndra sem svar við því að fé hafi verið borið á kjósendur í varaformannskjöri?

Dofri Hermannsson, 29.1.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Já, Helga Vala, ég er afskaplega ánægð með að þurfa ekki lengur að horfa á ástkæra systur í þessu kompaníi. Hvað kæru varðar, þá er ég hætt við. Það hefur ekkert upp á sig að ætla að eiga einhver vitræn samskipti við þennan söfnuð. Ég hef margt annað og betra við tímann að gera. Hmmm, reyndar er líklega ALLT betra en að velta vöngum yfir Frjálslynda flokknum þessa dagana

Ragnhildur Sverrisdóttir, 31.1.2007 kl. 16:01

6 Smámynd: Kolgrima

Þetta er svo fáránlegt, svo gjörsamlega með ólíkindum að það væri bráðfyndið ef málið snerist ekki um kosningu varaformanns í íslenskum stjórnmálaflokki og aðalpersónurnar væru ekki fulltrúar á alþingi lýðveldisins. Það hræðir mig.

Kolgrima, 4.2.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband