Kortaframleiðsla

Systur eiga frí í skólanum í dag. Þær tóku daginn snemma og Tara kom yfir. Svo bættist Marta María í hópinn og loks Halldóra. Allt herbergið þeirra var undirlagt. Þær hafa verið að undirbúa tombólu, þar sem aðallega verða til sölu ýmis heillaóskakort, sem þær gerðu sjálfar. Hjörtum skreytt ástarkort, "til hamingju með ferminguna", "Gleðileg jól", "Til hamingju með afmælið" o.s.frv. Allt skrifað með ægilega fínu glimmer-letri og hlýtur að seljast eins og heitar lummur.

Margrét kom einu sinni fram og spurði hvort "hamingju" væri skrifað með j-i. Ég sagði henni að svo væri. Þá sagðist hún oft ruglast og það væri áreiðanlega vegna þess að við mömmurnar værum svo óöruggar á þessu, við hefðum stundum sagt henni að það væri ekkert J í þessu orði! En ef þetta væri rétt hjá mér - í þetta sinn - þá ætlaði hún að muna það framvegis.

Þær voru að vonum orðnar glorsoltnar af vinnunni þegar ég var búin að gera klatta. Ég gerði heilan haug og gerði mér vonir um að einhver afgangur yrði fyrir mig. En hann var ósköp rýr; þessum stelpum finnst gott að fá klatta.

Núna er Logalandsgengið farið í danstíma, en Halldóra fór í tónlistartíma. Ég reikna með áframhaldandi fjöri síðar í dag.

Svona er þá lífið utan Mogga ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 785937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband