Út í veður og vind

Frá því að ég hætti á Mogga, sem var nú bara fyrir rúmri viku, hef ég verið óskaplega dugleg hér heima við. Bílskúrinn hefur aðallega notið góðs af. Hann er nú til mikillar fyrirmyndar, allt í röð og reglu. Og allt það dót, sem þarf að vera þar yfir veturinn, var komið í skjól áður en snjóaði. Öll garðhúsgögn, stólar, borð og bekkir og líka grillið, gashitarinn og trampólínið.

Þrátt fyrir óveðursspá svaf ég hin rólegasta í nótt. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut við húsið, þetta var allt saman lokað inni í  bílskúr.

Þegar ég leit út um gluggann í morgun sá ég að opnanlegi glugginn á litla kofa systranna hafði fokið upp, rifnað af hjörum og lá í grasinu. Ég benti systrum á þetta, fumandi af óveðursótta. Þær spurðu bara hvort ég ætlaði ekki að laga þetta.

Ég er búin að koma glugganum aftur fyrir, bölvandi og ragnandi í roki og rigningu með skrúfjárn, tangir, borvél og hamar að vopni. Flestir eru handlagnari en ég, en hann hangir samt nokkuð eðlilega á sínum stað og til að tryggja hann enn betur er kominn öflugur krókur að innanverðu.

Þessi óvænta uppákoma mun áreiðanlega ræna mig svefni næstu nótt. Það þarf nú ekki meira til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Höskuldsson

Sæl Ragnhildur. Ég óska þér góðs gengis á tímamótum í lífi þínu, get sagt með sanni að Mogginn er fátækari án þín.

Páll Höskuldsson, 9.10.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk fyrir góða kveðju, Páll

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.10.2009 kl. 19:33

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæl, í (um höfund) segir að þú hafir verið blaðamaður á Mogganum til 2007, en í blogginu segir þú að þú hafir hætt fyrir um viku síðan, hvort er rétt, og annað, varstu þú ein af þeim góða hóp sem sagt var upp, og þá í kjölfarið hlýt ég að spyrja, því ertu þá að blogga ennþá á þessum vettvangi? margir myndu einfaldlega hætta vegna þessa og blogga annars staðar?  bara forvitinn :) Vegni þér samt vel og gangi þér allt í haginn.

Guðmundur Júlíusson, 9.10.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Sæll Guðmundur forvitni.

Ég þarf greinilega að laga prófílinn á blogginu! Ég vann á Mogga til 2007, hætti þá í ár, byrjaði aftur í júní í fyrra og sagði svo upp núna í september. Ég hef nú engin áform um að flytja mig af Moggablogginu.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 13.10.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband